Ert þú búin/nn að klikka á áramótaheitinu?

Margir nýta áramótin til þess að setja sér markmið fyrir komandi ár og sumir kannast jafnvel við það að setja sér sama markmiðið endurtekið mörg ár í röð en ná einhverra hluta vegna ekki að fylgja því eftir. Í raun er stór nmeirihluti fólks búið að klikka á áramótaheitinu sínu fyrir miðjan janúar! Ef þú tilheyrir þeim hópi er afar mikilvægt að gefast ekki upp heldur að endurskoða markmiðið og setja það í nýjan búning. Megin ástæður þess að fólk klikkar á markmiðum sínum eru þær að ekki er farið nógu markvisst í gegnum þau skref sem liggja að baki farsællar markmiðasetningar.

Ef þú hefur ekki náð að fylgja markmiðum þínum eftir skaltu fara í gegnum skrefin hér að neðan, spyrja þig þessara spurning og sjá hvort þú getir sett markmiðið þitt í nýjan búning sem eykur líkur á að þú náir að fylgja því eftir. Það er aldrei of seint að byrja að setja sér markmið og það mikilvægasta að öllu er að gefast ekki upp þótt eitthvað klikki því mistökin eru til þess að læra af þeim.

 

Er markmiðið þitt raunhæft?

Mikilvægt er að velja sér markmið sem er krefjandi en jafnframt raunhæft. Til dæmis er ekki sniðugt að ákveða að hlaupa maraþon eftir mánuð ef þú hefur aldrei hlaupið meira en 5 kílómetra.

 

Er markmiðið þitt sértækt?

Forðast skal að hafa markmið of almenn, t.d. er markmiðið “ég ætla að verða betri manneskja” mjög almennt og erfitt er að mæla árangur í að nálgast markmiðið. Betra er að ákveða að hvaða leyti þú villt bæta þig, t.d. “ég ætla að hafa meira samband við vini mína”. Hér er markmiðið orðið aðeins mælanlegra en þó er enn hægt að gera það skilvirkara.

 

Er markmiðið þitt mælanlegt?

 Sem dæmi er markmiðið ,,ég ætla að hitta vini mína a.m.k. tvisvar í viku” mun sértækara og vænlegra til árangurs. Þegar markmið eru vel skilgreind og auðvelt er að mæla árangur þeirra er mun líklegra að við fylgjum þeim eftir.

 

Þarftu ef til vill að búta markmiðið niður í minni skref?

Ef markmiðið er stórt, getur verið gott að skipta því niður í nokkra litla hluta sem eru viðráðanlegri. Með þessu móti er mun líklegra að þú gefist ekki upp. Ekki hugsa of mikið um lokamarkmiðið, einbeittu þér frekar að einum hluta í einu.  Settu upp aðgerðaáætlun að markmiðunum og fylgdu henni. Því nákvæmari sem áætlunin er, því betra.

 

Ertu með einhvern tímaramma á markmiðinu þínu?

Mikilvægt er að ákveða hvenær þú ætlar að ná markmiðinu og setja þér tímaáætlun. Gott er að setja sér bæði skammtíma- og langtímamarkmið.

 

 


Vissir þú að 40% af öllu sem þú gerir daglega byggist á venjum þínum?

Vissir þú að 95% af öllu sem þú hugsar, finnur, gerir eða afrekar er niðurstaða af venjum þínum? Hvort sem það er að bursta tennurnar, þvo á þér hárið eða setja á þig farða þá eru venjur um 40% af því sem þú gerir alla daga.

Við sköpum okkur bæði góðar og slæmar venjur sem hafa mikil áhrif á okkar líf.  Að breyta slæmum venjum eða að skapa okkur nýjar góðar venjur getur haft gríðarlega mikil áhrif á líf okkar. Samkvæmt rannsóknum þá tekur það um 21 dag að festa nýja venju í sessi sé hún framkvæmd alla daga. Að búa til nýja  góða venju getur til dæmis gert þér kleift  að bæta heilsu þína, útlit, afköst, sambönd við ástvini eða bæta þig i vinnu. Góðar venjur geta bætt líf þitt það sem eftir er.

MUNUM hefur síðastliðin þrjú ár gefið út dagbækur sem eru hannaðar með það að leiðarljósi að efla markmiðasetningu, hvetja til jákvæðrar hugsunar og hámarka tímastjórnun. Mikilvægur liður í því að ná árangri og að fylgja eftir markmiðum sýnum felst gjarnan í litlum breytingum á daglegum venjum. Það er alveg magnað hversu mikil ahrif þessar litlu breytingar geta haft. Öll erum við ólík og því misjafnt hvaða breytingar á venjum henta hverjum og einum. Sem dæmi um breytingar má nefna að hreyfa sig daglega, byrja daginn á hugleiðslu, hrósa öðrum alla daga, lesa með börnunum, taka út sykur, sleppa koffeini eftir kl 14 eða leggja frá sér snjallsímann kl 21:00 á kvöldin. Allt eru þetta dæmi um breytingar sem geta haft mikil áhrif á lífsgæði og líðan.

Að skapa sér nýjar og bættar venjur getur verið mikilvægt veganesti fyrir nýtt ár og markað nýtt upphaf . Við hjá MUNUM skorum því á þig að slást í för með okkur og taka út einhverja slæma venju í þínu lífi og/eða skapa þér nýja góða venju í 30 daga. Þetta þarf alls ekki að vera mjög róttæk breyting því litlar endurteknar breytingar hafa mikil áhrif til lengri tíma.

við skorumá þig AD

 

 

 

 

 

 

 

Til þess að taka þátt í MUNUM áskoruninni og eiga möguleika á veglegum vinningi þarftu að birta hvaða venju þú ætlar að taka út eða taka upp undir myllumerkinu #munumaskorun2018 og skora á einhvern vin eða ættingja að gera slíkt hið sama.

#MUNUMASKORUN2018

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband